Búist er við því að tekjur Marel muni lækka um 6-8% frá fyrra ári. Sigsteinn P. Grétarsson, aðstoðarforstjóri Marel, segir pöntunarbókina vera ásættanlega þó stjórnendur vilji hafa hana stærri. Þá muni mest um stærri verkefni eins og nýjar verksmiðjur.

Marel hagnaðist um sex milljónir evra á þriðja ársfjórðungi sem er jafnvirði rúmra 700 milljóna króna. Það er lækkun um 29% en hagnaður á sama tímabili í fyrra nam 8,4 milljónum evra.

VB Sjónvarp ræddi við Sigstein.