Margar af stærstu vefsíðum heims hafa undanfarna daga átt við tæknitruflanir að stríða og dottið niður í nokkrar mínútur. Nú síðast var það internetverslunin Amazon.com sem datt niður í hálftíma.

Þeir sem ætluðu sér inn á síðuna sáu afsökunarbeiðni og svo skilaboð þar sem stóð "500 Service Unavailable Error" report. Síðan komst svo í lag um hálftíma eftir að notendur hennar birtu skilaboðin á tenglavefnum Reddit, segir á vef BBC.

Á föstudag duttu vefsíður Google niður í tvær mínútur. Sú bilun hafði áhrif á leitarvél Google, Gmail og YouTube. Greiningafyrirtækið GoSquared segir að alheimsumferð á internetinu hafi dottið niður um 40% á meðan bilunin varði.

Auk þessara síðna hefur bilun gert vart við sig hjá Microsoft's Outlook.com og vefsíðu New York Times.