Húsfylli var í höfuðstöðvum Arion banka í Borgartúni í gær á fundi um fjárfestingar í samstarfi við Félag kvenna í atvinnulífinu. Markmið fundarins var að efla umræðu um fjárfestingar kvenna, hvort heldur sem eru beinar fjárfestingar, fjárfestingar á markaði eða í eignastýringu.

Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, setti fundinn og ræddi m.a. annars framlag bankans til upplýstrar umræðu.

Þá gerði Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, grein fyrir horfum í efnahagsmálum og Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, fór yfir breytta ásýnd á mörkuðum. Fram kom m.a. í máli hans íslensk félög standist vel samanburð við þau norrænu. Þá sagði hann hlutabréfaeign kvenna í skráðum félögum í Kauphöll eingöngu 29%. Margrét Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Eignastýringarsviðs Arion banka, lauk fundinum og tók meðal annars undir orð Höskuldar með því að leggja áherslu á að farsælar ákvarðanir fjárfesta byggist á áhuga þeirra, tíma, þekkingu og aga.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af fundinum.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

© Aðsend mynd (AÐSEND)

© Aðsend mynd (AÐSEND)

© Aðsend mynd (AÐSEND)