Bandaríski afþreyingarisinn Marvel er með fjölda ofurhetjumynda á teikniborðinu á næstu 14 árum, þ.e. fram til ársins 2028. Fram kemur í umfjöllun Bloomberg-fréttaveitunnar að ofurhetjurisinn Marvel hafi farið á flug fyrir sex árum þegar fyrsta kvikmyndin um ævintýri Járnmannsins (e. Iron Man) var frumsýnd. Síðan þá hafa níu myndir litið dagsins ljós um ofurhetjur Marvelt, þar á meðal um Þór, Hulk, Kaptein Ameríku og fleiri.

Gert er ráð fyrir framhaldi The Avengers á næsta ári og mynd um Ant-Man auk fleiri persóna.

Lesa má ítarlega umfjöllun um myndirnar á vef Bloomberg .