Forstöðumenn ríkisstofnana taka sjálfir ákvörðun um hvort og hve lengi stofnanir eru lokaðar. Þetta kemur fram í samtali Morgunblaðsins við Björn Karlsson, forstöðumann Félags forstöðumanna ríkisstofnana. Margar ríkisstofnanir hafa verið lokaðar hluta sumars. Björn segir að ekki neinar sérstakar verklagsreglur séu til um sumarlokanir, en að menn ráðfæri sig að líkindum við ráðuneyti áður en að þeim kemur.

Í frétt Morgunblaðsins eru stofnanir taldar upp sem eru lokaðar yfir hásumarið: Umhverfisstofnun, Hafrannsóknastofnun, Minjastofnun og safnaráð eru til að mynda dæmi um stofnanir sem hafa haft dyr sínar lokaðar á síðustu vikum, en þær opna svo aftur næstkomandi þriðjudag eftir verslunarmannahelgi.

Einnig er tekið fram í fréttinni að síðasti fundur ríkisstjórnarinnar var haldinn 30. júní síðastliðinn, og að samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu að ekki yrði haldinn ríkisstjórnarfundur í dag.