Rupert Hill, framkvæmdastjóri hjá Bank of America Merrill Lynch, sem hefur að sögn Financial Times fengið umboð til að selja fyrirtækið er hafður fyrir því að gott verð ætti að fást fyrir Actavis.

Hann segir að það kæmi honum verulega á óvart ef ekki fengist meira fyrir félagið en 4,5 til 5 milljarðar evra eins og nefnt var í fyrstu.

Hill bendir á að margfaldarar í nýlegum viðskipum gefi til kynna að hægt sé að fá 8 milljarða evra fyrir félagið en í sölu lyfjafyrirtækja í sama geira og Actavis hafa menn gjarnan horft á 10 til 15 sinum EBITDA hagnað sem margfaldara. Erfitt er að segja hvaða áhrif núverandi aðstæður á markaði hafa.

Í því sambandi má benda á nýlega sölu á Zentiva til franska félagsins Sanofi-Aventis. Þá sé miðað við að EBITDA hagnaður félagsins verði um 600 milljónir evra árið 2009 eins og áætlanir gera ráð fyrir. Hjá Reuters kemur fram að EBITDA hagnaður hafi verið um 400 milljónir evra á síðasta ári þannig að félagið má halda vel á spöðunum til að auka hagnaðinn um 50% milli ára.

Í Financial Times er því haldið fram að lausn á deilu við bandaríska lyfjaeftirlitið (FDA) vegna verksmiðjunar í Totowa í Bandaríkjunum hafi verið nauðsynleg áður en félagið yrði selt. Greint var frá því fyrir skömmu að sátt hefði náðst í málinu en verksmiðjan hafði verið lokuð í ríflega hálft ár.