Gengi hlutabréfa Marel lækkaði um 0,71% í tæplega 108 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Þá lækkaði gengi bréfa Icelandair Group á sama tíma um 0,36%.

Gengi bréfa Haga hækkaði um 0,83% og fasteignafélagsins Regins um 0,8%. Gengi bréfa Regins stendur nú í 9,43 krónum á hlut og hefur það aldrei verið hærra. Hlutabréf félagsins voru skráð á markað í sumar.

Úrvalsvísitalan lækkaði hins vegar um 0,18% og endaði í 1.033 stigum.

Heildarvelta með hlutabréf í Úrvalsvísitölunni námu 552 milljónum króna sem er talsvert meira en í gær þegar veltan nam aðeins 15,5 milljónum króna.