Michel Koch, sérfræðingur á sviði rafrænna viðskipta fyrir smásölufyrirtæki, hélt erindi á aðalfundi Samtaka verslunar og þjónustu á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Koch er sérfræðingur á sviði rafrænna viðskipta fyrir smásölufyrirtæki en nú síðast vann hann að yfirgripsmikilli ráðgjöf fyrir breska smásölurisann Marks & Spencer.

Koch segir að marghliða smásöluverslun (e. multichannel retail) á sviðum rafrænna viðskipta fari mjög vaxandi í Bretlandi og að slíkt geti hentað íslenskum fyrirtækjum sama hvaða stærðar þau eru. Marghliða smásöluverslun er, að sögn Koch, liður í því að færa viðskiptavini nær smásölum svo þeir geti tekið virkan þátt í vöruþróun þeirra.

VB Sjónvarp ræddi við Michel Koch.