Útlit er fyrir að bandaríski rithöfundurinn Dan Brown slái sölumet þegar nýjasta bók hans um ævintýri táknfræðingsins Robert Langdon kemur út á morgun. Dan Brown, sem skaust upp á stjörnuhimininn með bókinni Da Vinci Code fyrir tíu árum sendi síðast frá sér skáldsöguna The Lost Symbol árið 2009. Bókin seldist í hálfri milljón eintaka í fyrstu vikunni eftir að hún kom út.  Aðdáendur spennutrylla Browns hafa pantað bókina sem heitir Inferno í stórum stíl og er hún nú þegar á metsölulistum hjá erlendum bókabúðum, s.s. í toppsætinu hjá netverslun Amazon .

Breska dagblaðið Guardian segir í umfjöllun sína um bókina að bókin verði mjög líklega metsölubók ársins og hefur eftir viðmælanda sínum að erfitt verði fyrir aðra að gera betur.

Brown hefur selt gríðarlegt magn bóka í gegnum tíðina, heil 190 milljón stykki um allan heim.