*

mánudagur, 24. febrúar 2020
Innlent 1. september 2018 13:09

Margir áhugasamir um hótel Icelandair

Verið er að útbúa kynningargögn vegna söluferlisins hótela Icelandair og hafa margir sýnt hótelunum áhuga.

Ritstjórn
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.
Haraldur Guðjónsson

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir mikinn áhuga frá erlendum aðlium á að kaupa hótel Icelandair Group sem auglýst var til sölu í maí. Verið sé að ljúka undirbúningsvinnu og útbúa kynningargögn vegna söluferlisins.

„Það er mjög mikill áhugi, sérstaklega frá erlendum aðilum, um að fara í samningaviðræður en við erum bara ekki búin að hleypa neinum þangað. Bæði fyrirtæki sem eru í hótelrekstri og sjóðir líka,“ segir Bogi.

Icelandair rekur næst stærstu hótelkeðju landsins. Icelandair rekur Reykjavík Natura, Reykjavík Marina, Hilton Reykjavík Nordica, Canopy Reykjavik | City Centre, Reykjavík Konsúlat Hótel og Hótel Öldu. Á landsbyggðinni eru Icelandair hótel á Akureyri, við Mývatn og á Héraði. Einnig eru sérleyfishótel á Flúðum, Klaustri, Hamri og í Vík. Icelandair hótel reka einnig sumarhótelkeðjuna Hótel Eddu, með tíu hótel um land allt.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.