Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir mikinn áhuga frá erlendum aðlium á að kaupa hótel Icelandair Group sem auglýst var til sölu í maí. Verið sé að ljúka undirbúningsvinnu og útbúa kynningargögn vegna söluferlisins.

„Það er mjög mikill áhugi, sérstaklega frá erlendum aðilum, um að fara í samningaviðræður en við erum bara ekki búin að hleypa neinum þangað. Bæði fyrirtæki sem eru í hótelrekstri og sjóðir líka,“ segir Bogi.

Icelandair rekur næst stærstu hótelkeðju landsins. Icelandair rekur Reykjavík Natura, Reykjavík Marina, Hilton Reykjavík Nordica, Canopy Reykjavik | City Centre, Reykjavík Konsúlat Hótel og Hótel Öldu. Á landsbyggðinni eru Icelandair hótel á Akureyri, við Mývatn og á Héraði. Einnig eru sérleyfishótel á Flúðum, Klaustri, Hamri og í Vík. Icelandair hótel reka einnig sumarhótelkeðjuna Hótel Eddu, með tíu hótel um land allt.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .