Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hefur ráðið breska félagið Hilco sem ráðgjafa um rekstur HMV, einnar stærstu smásöluverslun Bretlands á sviði tónlistar og afþreyingar. Ráðstöfunin er sögð tímabundin á meðan kaupanda að eignum HMV sé leitað. HMV rekur 230 verslanir víðs vegar um Bretland og eru starfsmennirnir fjögur þúsund.

Hilco sérhæfir sig í yfirtöku á fyrirtækjum sem standa illa eða eru farin í þrot og snýr þeim til betri vegar. Stjórnendur HMV óskuðu eftir greiðslustöðvun í síðustu viku þegar birgjar og bankar neituðu fyrirtækinu frekari fyrirgreiðslu. Á vef breska dagblaðsins Financial Times segir að miklar líkur séu á því að samstarfi leiði til þess að Hilco kaupi eignir HMV.

Financial Times greinir jafnframt frá því að 50 aðilar hafi sýnt rekstrinum áhuga. Þar á meðal eru fjárfestar og fjárfestingasjóðir.