„Við höfum fengið mjög margar umsóknir, og almennt  góð viðbrögð við starfsauglýsingum okkar,“ segir Hjördís  Árnadóttir, sviðsstjóri ytri samskipta hjá Actavis, en félagið  tilkynnti á dögunum  að verksmiðja félagsins í  Hafnarfirði yrði stækkuð  og ráðið í 50 ný störf á  árinu.

Að auki hefur Actavis  nýlega auglýst 20  sérfræðistörf þar sem algengast  er að bakgrunnur  starfsmanna sé verkfræðieða  lyfjafræðimenntun.  Hjördís segir áhuga á  störfunum vera mikinn  og starfsmannasviðið sé nú að vinna úr umsóknum. Eftir  stækkun verksmiðjunnar mun hún geta framleitt 1,5 milljarða  taflna á ári en miðað við núverandi afköst getur verksmiðjan  framleitt milljarð taflna.