Margir evrópskir og bandarískir bankar á athugunarlista alþjóðlega matsfyrirtækisins Fitch. Lækkun lánshæfismats svissneska bankans UBS er aðvörunarskot að mati Wall Street Journal.

Margir stærstu bankar heims eru á athugunarlistanum. Meðal þeirra eru frönsku bankarnir Société Générale og BNP Paribas. Einnig þýski Deutsche Bank og svissneski Credit Suisse. Bandarísku bankarnir Goldman Sachs og Morgan Stanley er þar einnig að finna.

Að mati Fitch er útlitið ekki bjart í alþjóðlegri bankastarfsemi. Endurspeglar athugunarlistinn það mat fyrirtækisins.

Rautt ljós
Rautt ljós
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)