*

mánudagur, 22. júlí 2019
Innlent 4. september 2014 20:55

Margir heimsóttu Pipar/TBWA - MYNDIR

Herra W úr Pipar/TBWA mætti í árlegan fagnað fyrirtækisins í síðustu viku.

Ritstjórn

Margt var um manninn þegar Pipar/TBWA fagnaði afmæli sínu og flutningi í Kaaber-húsið á föstudag í síðustu viku. Gestur í fagnaðinum var Uli Wiesendanger, einn stofnenda auglýsingakeðjunnar TBWA og W-ið sjálft úr nafninu. Þá mætti sömuleiðis Claes Rasmussen, forstjóri TBWA í Danmörku. 

Uli Wiesendanger flutti stutt ávarp og fjallaði hann þar um upphafsár TBWA auk þess sem Claes sagði frá norrænu samstarfi keðjunnar og upphafi TBWA hér á Íslandi. Þá var einnig sýnt sýnishorn af nýlegum verkefnum PIPARS\TBWA og verkefnið Young Bloods kynnt auk þess sem gestir gerðu vel við sig í mat og drykk. 

Haraldur Guðjónsson, ljósmyndari Viðskiptablaðsins, var að sjálfsögðu á staðnum og tók myndir af nokkrum gestum.

 

 

 

 

 

 

 

 

  

 

 

 

 

Stikkorð: Pipar/TBWA