Meiriihluti forsvarsmanna íslenskra sprotafyrirtækja segir efnahagsumhverfið hér ekki gott, aðgengi að rekstrarfé almennt slæmt og telja margir líklegt að fyrirtæki þeirra muni flytja úr landi á næstu árum. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum nýrrar könnunar sem Capacent vann í september í tengsum við ráðstefnuna Iceland Innovation Unconference.

Könnunin var gerð á meðal forsvarsmanna 373 frumkvöðla- og sprotafyrirtækja. Svarhlutfallið var 42,4%. Meðal annars var spurt um rekstrarumhverfi, aðgengi að fjármagni og stuðningsumhverfi nýsköpunar.

Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar í heild á ráðstefnunni Iceland Innovation UnConference sem Landsbankinn stendur fyrir á Háskólatorgi þann 9. nóvember næstkomandi.