Þekkt er að Íslendingar eiga eignir í erlendum skatta- skjólum þótt erfitt sé að festa reiður á það hversu stór sú eign er eða hversu margir Íslendingar hafa lagt fé sitt í skattaskjól. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir þó að miðað við þau gögn sem eru fyrirliggjandi kemur á óvart hversu margir Íslendingar hafi komið fyrir fé í skattaskjólum.

„Þegar við höfum rætt þetta við kollega okkar erlendis eru menn almennt hissa á því hvað stór hluti þjóðarinnar virðist hafa átt eignir í skattaskjólum,“ segir Bryndís.

„Jafnvel aðilar sem hafa ekki haft neina gífurlega fjármuni stóðu í þessu, en þetta fór fyrst og fremst í gegnum útibú bankanna í Lúxemborg. Það var viss hjarðhegðun með þetta og einhverjir hafa borið því við að fólki hafi verið ráðlagt að koma eignum fyrir í skattaskjólum af sínum bönkum. Einn af þeim sem hafa boðið okkur upplýsingar um eignastöðu Íslendinga í skattaskjólum til kaups er með gögn um einhverjar þúsundir félaga og hefur tilkynnt okkur það að Ísland sé þar í þriðja sæti yfir fjölda aðila.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .