„Mikill fjöldi fólks notar á milli 40-50% tekna sinna til að borga húsaleigu eða afborganir af lánum, en greiðslumat húsnæðislána miðast við 20% tekna. Þessi hópur er í mestum vanda. Augljóst er að við köllum eftir lausnum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ í Morgunblaðinu í dag. Þar er fjallað um hugmyndir Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, um uppbyggingu félagslegs húsnæðis.

Eygló segir við Morgunblaðið vilja að við gerð kjarasamninga verði haft til hliðsjónar það markmið að tryggja öllum öruggt húsnæði óháð efnahag.

Gylfi segir við blaðið að um fjórðungur landsmanna hafi ekki efni á að standa undir afborgunum eða leigu af húsnæði án einhvers konar aðstoðar. Fjölga þurfi félagslegum íbúðum úr 4.000 í um 26.000, þannig að fimmta hver íbúð af alls 130.000 sé í slíku kerfi.