„Fellihýsin hafa hækkað hlutfallslega mest eftir hrun. Þau hafa nær fimmfaldast í verði á síðustu tíu árum. Tjaldvagnar og stór hjólhýsi hafa einnig hækkað en þó ekki jafn mikið,“ segir Björgvin Barðdal, framkvæmdastjóri Seglagerðarinnar Ægis, í samtali við Viðskiptablaðið aðspurður um sölu á ferðavögnum.

Björgvin segir sölu á fellihýsum hefur lítið tekið við sér síðustu ár á meðan sala á tjaldvögnum og hjólhýsum hefur aukist jafnt og þétt. Þetta segir

Innflutningur á ferðavögnum, eins og svo mörgu öðru, hefur verið lítill síðustu ár í samanburði við árin fyrir hrun. Reyndar er rétt að taka fram að innflutningur á ferðavögnum jókst strax upp úr aldamótum, þá sérstaklega á tjaldvögnum en fellihýsin og hjólhýsin komu litlu síðar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.