Um helmingur þeirra sem kaupir sér nýja tölvu vill að hún keyri á stýrikerfinu Windows 7 frekar en nýjustu útgáfu þess, Windows 8. Tölvuframleiðandinn HP, annar umsvifamesta fyrirtæki heims á þessu sviði, er farið að selja tölvur sem keyra á þessu gamla stýrikerfi.

Breska dagblaðið Guardian fjallar um málið í dag. Þar segir m.a. að tvö stýrikerfi Microsoft hafi átt hug og hjörtu tölvunotenda sem kjósi sér að vinna í Windows-umhverfinu. Það eru Windows XP sem kom út árið 2001 og Windows 7, sem kom út árið 2009 og tók við af hinum frekar misheppnaða Windows Vista. Nýjasta útgáfan, Windows 8, kom svo á markað í byrjun hausts 2012.