*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Innlent 12. júní 2013 16:44

Margir spreyttu sig í hjólreiðakeppni - myndir

Metþátttaka var í hjólreiðakeppninni Blue Lagonn Challenge um síðustu helgi. Á meðal keppenda var fjöldi útlendinga.

Haraldur Guðjónsson

Hjólreiðakappinn Hafsteinn Ægir Geirsson bar sigur úr býtum í hjólreiðakeppninni Blue Lagoon Challenge um síðustu helgi. Norðmaðurinn Martin Haugo var kokhraustur dagana áður en blásið var til keppni en beið í lægri hlut. Hann er þekktur í norskum hjólreiðageiranum og gaf íslenskum hjólreiðamönnum ráð um eitt og annað tengt hjólum áður en hann steig á fákinn á laugardaginn. 

Metþátttaka var í keppninni í ár. 

Haraldur Guðjónsson, ljósmyndari Viðskiptablaðsins, fylgdist með keppninni. 

Keppendur bera saman bækur sínar.

Hjólin gerð klár fyrir keppnina.

Martin Haugo hugar að hjóli sínu fyrir keppni.

Kristín Edda Sveinsdóttir sem er hér hægra megin á myndinni var yngsti keppandin. Hún er aðeins 15 ára gömul.

Martin Haugo á fleygiferð.

Karen Axels er hér fremst. Hún lenti í öðru sæti í kvennaflokki.

Hafsteinn Ægir Geirsson vann keppnina.

María Ögn Guðmundsdóttir kemur í mark fyrst kvenna. Ljósm Kjartan Þór.

Keppendur fengu heita súpu að keppini lokinni.

Hin 15 ára gamla Kristín Edda Sveinsdóttir kemur í mark fyrst og ein í sínum aldursflokki.

Pétur Einarsson, fyrrverandi forstjóri Straums, sæll og glaður eftir keppnina.