Samkeppniseftirlitið
Samkeppniseftirlitið
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Óskýrt eignarhald á fyrirtækjum er áhyggjuefni. Þetta ásamt skorti á eigendaaðhaldi er ávísun á stöðnun í atvinnulífinu, að mati Samkepnniseftirlitsins.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í riti Samkeppniseftirlitsins „Er týndi áratugurinn framundan - öflug samkeppnis læknar stöðuna“. Samkeppniseftirlitið heldur í dag ásamt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og áfrýjunarnefnd samkeppnismála alþjóðlega ráðstefnu undir yfirskriftinni „ The Future Ain´t What it Used to Be “ – 20 years of Competition Law and the Challenges Ahead. Á ráðstefnunni fjallar fjöldi sérfræðinga um samkeppnismál í litlu hagkerfi og þær áskoranir sem við blasa, m.a. endurreisn efnahagslífsins í kjölfar bankahrunsins.

Á meðal þess sem fram kemur í ritinu er að eignarhald á fyrirtækjum er að miklu leyti í höndum fagfjárfesta og banka og er fyrirsjáanlegt að lífeyrissjóðir verði áfram stórir þátttakendur á eignamarkaði. Þá telja stjórnendur fyrirtækja að dulin yfirráð banka séu almenn í atvinnulífinu. Meirihluti stjórnenda telur jafnframt að óskráð fyrirtæki í samkeppnisrekstri séu ekki vettvangur fyrir fjárfestingar lífeyrissjóðanna.