Yfir 10% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins í alþingiskosningunum 2007 segjast ætla að skila auðu í kosningunum nú og yfir 7% eru enn óákveðin.

Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup sem framkvæmd var fyrir RÚV og Morgunblaðið dagana 18. til 20. apríl og birt í dag.

Í könnuninni kemur fram að 8,4% þeirra sem spurðir voru segjast ætla að skila auðu.

Mun lægra hlutfall fyrri kjósenda Framsóknarflokksins (5,9%) og Samfylkingarinnar (2,5%) segjast ætla að skila auðu og aðeins 0,8% kjósenda Vinstri Grænna.

Sjá nánar á mbl.is