Sprenging varð í umsóknum um laxveiðileyfi í Elliðaánum fyrir komandi sumar, ekki síst í morgunveiði, og A-umsóknir voru umfram framboð þannig að alls ekki verður hægt að úthluta vegna umsókna með minni forgang.

Flestir sóttu um að fá að veiða í júli eins og vant er og umsóknir um morgunveiði voru margfalt fleiri en umsóknir eftir hádegi.

Heildarfjöldi veiðileyfa í Elliðaánum á hverju sumri er 760 hálfsdagsleyfi, 80 í júní, 372 í júlí og 308 í ágúst.