Nálægt þrír af hverjum fjórum Íslendingum eru hlynntir því að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup sem gerð var fyrir Samtök iðnaðarins (SI) um viðhorf landsmanna til Evrópumála með símakönnun sem stóð dagana 11. - 25. febrúar sl.

Samkvæmt vef SI hefur stuðningur við viðræður hefur ekki verið meiri í sex ár.  Á hinn bóginn eru þeir nú fleiri sem segjast andvígir aðild en þeir sem segjast hlynntir aðild að ESB.

Rúm 64% aðspurðra segjast hlynntir aðildarviðræðum en 28% eru þeim andvíg og tæp 8% er hvorki hlynnt þeim né andvíg.

Þá kemur fram að þrátt fyrir þetta dalar fjöldi þeirra sem segjast hlynntir aðild en þeim fjölgar sem eru andstæðir aðild. Í fyrsta skipti í sex ár eru þeir fleiri sem eru andvígir aðild eða 45,5% en þeir sem eru henni hlynntir eru nú 39,7%.

„Ekki er gott að átta sig á hvers vegna þeim fjölgar sem vilja aðildarviðræður á sama tíma og þeim fækkar sem eru reiðubúnir til þess að lýsa sig hlynnta aðild,“ segir á vef SI.

„Það sýnist a.m.k. ljóst að bæði andstæðingar aðildar og stuðningsmenn vilji leiða málið til lykta með viðræðum og síðan taki þjóðin afstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu til málsins þegar samningur liggur fyrir í endanlegri mynd.“

Sjá nánar á vef Samtaka iðnaðarins.