„Upplýstir krossar eru algengastir,“ segir Hjörtur Hjartarson í tækjadeild Garðheima aðspurður hvað fólk velji helst þegar lýsa á upp leiði í kirkjugörðum fyrir jólin. „Krossarnir ganga fyrir rafhlöðum og við eigum fjórar gerðir, gula, rauða, bláa og hvíta. Þessir krossar kosta 3980 krónur og dugar í 30 daga.“

Hjörtur segir luktir með batteríiskertum líka vinsælar og þær kosta 4980 krónur og duga í allt að 40 daga, allan sólarhringinn: „Síðan erum við auðvitað með allskonar lýsingar sem fólk getur notað allan ársins hring eins og luktir fyrir alvöru kerti, svo eitthvað sé nefnt.“

Hjörtur segir mikið að gera hjá þeim í Garðheimum fyrir jólin en þar er unnið myrkranna á milli síðustu vikur fyrir jólin: „Við erum með gríðarlegt úrval af jólaseríum, inniseríum, útiseríum og skrautseríum. Og síðan eru það amerísku gervijólatrén, bæði með og án ljósa. Síðan má ekki gleyma því að við erum með venjuleg jólatré, skraut, jólakransa og jólahús. Jólatraffíkin er byrjuð og á bara eftir að aukast fram að jólum,“ segir Hjörtur.

Nánar er fjallað um málið í Jólagjafahandbók Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .