Evrópski margmilljarða verðbréfamiðlarinn og kaupsýslumaðurinn Vince Stazione spáir því að mun meira svartnætti sé framundan en menn halda og langt í næstu uppsveiflu. Greint er frá þessu í fréttaskeyti MMD Newswire.

Stanzione varar fjárfesta við því að það versta eigi enn eftir að koma og nú sé ráð að koma sér út af hlutabréfamarkaði en ekki inn. Sagt er að viðskiptaspámódel hans geri ráð fyrir að minnsta kosti 20% falli á S&P 500 vísitölunni inna fjögurra vikna og snarpri uppsveiflu Bandaríkjadollars og skuldabréfa (T Bonds).

„Markaðurinn og fasteignamarkaðurinn stefnir niðurávið, mun neðar. Atvinnuleysi mun aukast um + 20% og lífsgæðin munu ekki ná því sem var 2007 næstu 20 árin að minnsta kosti,” segir Stanzione.

Hann segir að uppsveiflan á hlutabréfamörkuðum að undanförnu sé ekkert annað en tilbúinn skammtíma ávinningur og hann heldur áfram:

„Ég hef enga löngun til að hræða fólk né að vekja falskar vonir. Ég geri mín viðskipti út frá því sem ég sé og miðla mínum upplýsingum. Ég er kannski ekki þessi hefðbundni kaupsýslumaður, en ég er heldur ekki hræddur við að standa á móti fjöldanum. Ég hef líka næmni til að koma auga á næstu stóru viðskiptamöguleikana.”

Vince Stanzione er sjálfmenntaður viðskiptamaður og stundar sín viðskipti í Evrópu. Hans árangursríki ferill hófst þegar hann var 16 ára gamall og starfaði hjá Nat West Foreign Exchange í London. Hann hefur verið viðriðin fjölda fyrirtækja í olíuiðnaði, fjarskiptum í gagnvirkri tölvuleikjaframleiðslu, útgáfustarfsemi, sjónvarpsiðnaði og fjármálastarfsemi.

Vince Stanzione eyðir nú mestum hluta ársins á Spáni og í Monaco. Þar stundar hann sín viðskipti aðallega í gegnum eigin sjóði og fjárfestir í gjaldmiðlum og hrávöru. Fyrir utan kaupsýslustörf, þá stundar hann kennslu og heldur fjölsótt námskeið í áhættufjárfestingum. Þá er hann fastur dálkahöfundur í The City Magazine, Canary Wharf og Vicente ef einhverjir kannast við það.