Margar milljónir fara um breska veðbanka í dag og hafa farið síðustu daga vegna fæðingar barns þeirra Vilhjálms prins og Kate Middleton. Talsmaður veðbankans Coral segir að veðbankarnir geri ráð fyrir því að barnið verði brúnhærð stúlka. Hún muni fá nafnið Alexandra og vega á bilinu þrjú til þrjú og hálft kíló. Bretar hafa veðjað fyrir á því sem nemur á annað hundrað milljónir króna

Þá hefur einnig verið veðjað um litinn á kjólnum sem Pippa mun mæta í á sjúkrahúsið til systur sinnar, ef hún mætir á annað borð. Einnig hefur verið veðjað um það hvert fyrsta orð litla barnsins verðuð og til hvaða lands það mun fara í sína fyrstu opinberu utanlandsferð.

Bretar virðast almennt sammála um það að barnið verði stúlka. Flestir telja að hún muni fá nafnið Alexandra og Charlotte, eftir því sem talsmaður veðbankans William Hill fullyrðir. Aðrir telja að telpan muni heita Díana, Elizabeth eða Victoria.

Meira er fjallað um veðmálin á norska viðskiptavefnum e24.