*

laugardagur, 25. september 2021
Fólk 30. júní 2020 11:25

Margrét Einarsdóttir til Fiskistofu

Fiskistofa hefur ráðið til sín Margréti Einarsdóttur sem verkefnastjóra þróunar- og gæðamála.

Ritstjórn
Margrét Einarsdóttir, nýráðin verkefnastjóri þróunar- og gæðamála hjá Fiskistofu.
Aðsend mynd

Margrét Einarsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri þróunar- og gæðamála hjá Fiskistofu. Frá árinu 2013 hefur Margrét starfað sem verkefnastjóri hjá Advania, Bláa lóninu og síðast hjá Sjóvá. Í störfum sínum hefur hún meðal annars komið að innleiðingu GDPR persónuverndarlöggjafar og Office 365 auk þess að annast umsýslu gæðakerfa. 

Margrét er með Bsc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík frá árinu 2013 en hún hefur einnig lokið námi í LEAN straumlínustjórnun. Margrét mun starfa í höfuðstöðvum Fiskistofu á Akureyri.   

Sambýlismaður Margrétar er Jón Ingvar Þorsteinsson verslunarstjóri og eiga þau saman fjögur börn.