Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað Margréti Frímannsdóttur í embætti forstöðumanns Fangelsisins Litla-Hrauni frá og með 1. febrúar nk.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu en Margrét hefur gegnt embætti forstöðumanns fangelsisins undanfarið ár í forföllum fyrrverandi forstöðumanns.

Níu umsóknir bárust um embættið en umsóknarfrestur rann út 15. janúar síðastliðinn.

Auk Margrétar sóttu eftirtaldir um embættið:

  • Drífa Kristjánsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður
  • Einar Einarsson, verkefnastjóri
  • Guðrún Þórðardóttir, kennari
  • Halldór Eiríkur S. Jónhildarson, lögfræðingur
  • Halldór Valur Pálsson, deildarsérfræðingur
  • Jón Ragnar Jónsson, verkefnastjóri
  • Ronald B. Guðnason, verkefnisstjóri
  • Sigríður Ingifríð Michelsen, leigumiðlari