Á ársfundi Norræna endurskoðendasambandsins (NRF), sem haldinn var í  Gautaborg nýverið, var Margret G. Flóvenz  kjörin forseti sambandsins til næstu tveggja ára.  Hún tekur við af Norunn Byrkjeland frá Noregi og er hún þriðja konan til að gegna þessu embætti. Margret er viðskiptafræðingur, löggiltur endurskoðandi og einn af eigendum KPMG á Íslandi. Hún er ennfremur formaður Félags löggiltra endurskoðenda og hefur gengt því starfi í hartnær 2 ár.

Í tilkynningu kemur fram að norræna endurskoðendasambandið var stofnað 1932 í því skyni að sameina krafta endurskoðendafélaga á Norðurlöndum á alþjóðlegum vettvangi. Í NRF eru nú öll fagfélög endurskoðenda á Norðurlöndum og nálgast heildarfjöldi félagsmanna þeirra nú 16.000.

Margret er fimmti forsetinn sem Íslendingar eiga hjá NRF en forsetaembættið færist milli Norðurlandanna á tveggja ára fresti.