Almannatengillinn Margrét Gísladóttir hefur hafið störf hjá KOM ráðgjöf.

Margrét hefur áður starfað sem séstakur ráðgjafi ráðherra í forsætisráðuneytinu og sem aðstoðamaður utanríkisráðherra en undanfarið hefur hún rekið eigið fyrirtæki í almannatengslum.

Margrét er með diplómu í almannatengslum og markaðssamskiptum frá Opna Háskólanum við Háskólann í Reykjavík og stundaði nám í fjölmiðla- og félagsfræði við Háskóla Íslands. Hún er einnig menntaður markþjálfi frá Opna Háskólanum og Coach University. Hún hefur auk þess víðtæka reynslu af almannatengslum, stjórnendaráðgjöf og fjölmiðlasamskiptum.