Margrét Júlía Rafnsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3. - 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, sem fram fer þann 10. nóvember næstkomandi eftir því sem fram kemur í tilkynningu hennar.

Margrét hefur tekið virkan þátt í starfi Samfylkingarinnar frá stofnun flokksins og verið varabæjarfulltrúi í Kópavogi frá árinu 2010. Hún hefur verið fulltrúi flokksins í umhverfisráði og umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs í meira en áratug og var formaður nefndarinnar frá 2010- 2012.

Margrét Júlía Rafnsdóttir er með B.Ed. próf frá Kennaraháskóla Íslands með líffræði sem sérgrein og með meistarapróf í umhverfisfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur kennt í grunnskóla um árabil og jafnframt við Kennaraháskóla Íslands.

Hún var ritstjóri hjá Námsgagnastofnun í tvö ár og frá árinu 2007 hefur starfað sem verkefnastjóri hjá Barnaheillum - Save the Children á Íslandi. Þar hefur hún haft umsjón með innlendum verkefnum og Evrópuverkefnum samtakanna, unnið að mannréttindamálum, velferðar- og mannúðarmálum og þróunarmálum