Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarmaður í Festi hf., hefur keypt hlutabréf í félaginu fyrir um fimm milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar.

Margrét keypti 26 þúsund hluti í Festi hf. á genginu 193 krónur á hlut. Margrét átti fyrir 19 þúsund hluti í félaginu og á því 45 þúsund hluti í félaginu eftir viðskiptin. Þá á fjárhagslega tengdur aðili um 3 þúsund hluti. Fjöldi hluta í eigu hennar og fjárhagslegra tengdra aðila eftir viðskiptin eru því um 48 þúsund sem er verðmæti um 9,3 milljóna króna.

Margrét var formaður Festi til mars 2020. Auk þess hefur Margrét setið í stjórn N1 frá 2011 og verið stjórnarformaður þar frá 2012.

í upphaflegu tilkynningunni til kauphallarinnar kom fram að hún ætti 26.000 hluti eftir viðskiptin. Rétt er að hún eigi 45.000 h luti.