*

föstudagur, 10. júlí 2020
Fólk 15. janúar 2020 11:38

Margrét Lilja nýr fjárfestatengill

Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir hefur verið ráðin sem fjárfestatengill Íslandsbanka, þar sem hún hefur starfað frá 2015.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir hefur verið ráðin sem fjárfestatengill Íslandsbanka, en hún hefur starfað hjá Íslandsbanka frá árinu 2015.

Margrét Lilja hóf störf í áhættustýringu bankans og starfaði síðar sem sérfræðingur á Einstaklingssviði. Áður starfaði hún hjá Nordea um tveggja ára skeið við lausafjárstýringu og þar áður hjá Seðlabanka Íslands í markaðsviðskiptum og í alþjóðasamskiptum. 

Margrét Lilja er með BSc próf í Hagfræði frá Háskóla Íslands og MSc próf í haggreiningu og tölulegum aðferðum frá Stockholm School of Economics. Hún er einnig með próf í verðbréfaviðskiptum.