Margrét Hauksdóttir tekur við embætti forstjóra Þjóðskrá Íslands þann 1. maí 2013 af Hauki Ingibergssyni sem óskaði lausnar á síðasta ári. Haukur var skipaður forstjóri Fasteignamats ríkisins 1. mars 2000, sem síðar varð Fasteignaskrá Íslands þar til að Fasteignaskrá og Þjóðskrá Íslands voru sameinaðar í eina stofnun, Þjóðskrá Íslands frá og með 1. júlí 2010.

Margrét Hauksdóttir er lögfræðingur að mennt með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands. Hún starfaði hjá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu áður en hún hóf störf árið 2000 hjá Fasteignamati ríkisins. Hún hefur því starfað innan veggja framangreindra stofnana um árabil, síðustu níu árin sem aðstoðarforstjóri.