*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Fólk 25. september 2018 13:33

Margrét nýr forstöðumaður hjá Advania

Margrét Gunnlaugsdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns mannauðslausna Advania.

Ritstjórn
Margrét Gunnlaugsdóttir nýr forstöðumaður hjá Advania
Aðsend mynd

Margrét Gunnlaugsdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns mannauðslausna Advania. Hún var áður forstöðumaður á rekstrarlausnasviði fyrirtækisins. 

Samhliða örum breytingum í rekstrarumhverfi fyrirtækja koma nýjar áskoranir í mannauðsmálum. Advania hefur verið leiðandi í að mæta þeim og býður fyrirtækjum mannauðslausnir sem auðvelda allt frá ráðningu til starfsloka. Margrét leiðir 42 manna teymi sem annast þróun, þjónustu, ráðgjöf og innleiðingu á lausnunum.

Mannauðslausnir Advania eru þær mest notuðu af stórum fyrirtækjum í íslensku atvinnulífi. Lausnirnar eru tíma- og viðveruskráningakerfi, fræðslu- launa- og mannauðskerfin H3, Bakvörður og Eloomi.

Margrét hóf störf hjá Advania í apríl sem forstöðumaður á rekstrarlausnasviði. Hún hefur nú tekið við starfi forstöðumanns mannauðslausna af Daða Friðrikssyni sem leiðir sölumál á nýju sviði ráðgjafar og sérlausna. Margrét starfaði áður sem vöru- og viðskiptaþróunarstjóri hjá Já, sviðsstjóri hjá Wise og rekstrarstjóri tækniþjónustu hjá Íslandsbanka. Hún hefur því víðtæka stjórnunarreynslu í upplýsingatæknigeiranum.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is