Margrét Marteinsdóttir hefur verið ráðin dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins og Skarphéðinn Guðmundsson hefur verið ráðinn dagskrárstjóri Ríkissjónvarps.

Fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu að Margrét hefur starfað við útvarp og sjónvarp í 15 ár – svo gott sem allan tímann hjá RÚV eða síðan 1998. Síðustu tvö árin hefur hún verið yfirmaður dægurmáladeildar fréttastofunnar en þar áður m.a. varafréttastjóri.

Skarphéðinn hefur starfað við fjölmiðla í 13 ár – síðustu fimm árin sem dagskrárstjóri Stöðvar 2. Áður var Skarphéðinn m.a. blaðamaður á Morgunblaðinu og stýrði dægurmenningardeild blaðsins.