Margrét Sanders gefur kost á sér í formannskjöri Samtaka verslunar og þjónustu. Hún er ein í framboði.

Margrét Kristmannsdóttir núverandi formaður, Finnur Árnason forstjóri Haga, Guðmundur Halldór Jónsson hjá Norvík og Sigríður Margrét Oddsdóttir forstjóri Já hætta öll í stjórn vegna reglu um fimm ára hámarkssetu í stjórn.

Þau Guðrún Jóhannesdóttir hjá Kokka, Hörður Gunnarsson hjá Olíudreifingu ehf og Margrét G. Flóvenz hjá KPMG gefa kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn. Að auki gefa þau Ari Edwald hjá 365 miðlum, Árni Stefánsson hjá Húsasmiðjunni, Birna Ósk Einarsdóttir hjá Símanum, Eysteinn Helgason hjá Kaupási og Skúli Skúlason hjá Samkaupum kost á sér.

Kjöri verður lýst þann 20. mars næstkomandi.