Margrét Jóna Gísladóttir hefur verið ráðin sérfræðingur við mannauðs- og launakerfið Kjarna hjá Origo. Margrét starfaði hátt í 20 ár sem sérfræðingur við launakerfið H3 hjá Advania og Tölvumiðlun. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Kjarni er heildstæð mannauðs- og launalausn sem sér um öll mál sem snýr að starfsfólki, allt frá ráðningu til útgreiðslu launa. Með Kjarna er einnig hægt að meta störf og taka út jafnlaunagreiningarskýrslur.

Origo er þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni, hjá fyrirtækinu starfa 450 manns.