Margrét Ásgeirsdóttir, fyrrverandi eiginkona Skúla Mogensen, hefur tekið yfir hlut hans í öryggisþjónustufyrirtækinu Securitas. Skúli átti hlutinn í Securitas í gegnum eignarhaldsfélag sitt, Títan, og samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2011 var það 34% hlutur.

Skúli og Margrét skildu í byrjun árs en þau höfðu verið saman í um tvo áratugi. Færsla á eignarhlutnum í Securitas mun hafa verið hluti af uppgjöri vegna skilnaðarins. Skúli hefur verið áberandi eftir að hann flutti heim frá Kanada fyrir fáeinum árum. Einkum vegna starfsemi flugfélagsins WOW air, sem er í eigu Títan.

Ársreikningur Securitas fyrir árið 2012 hefur ekki verið birtur en miðað við ársreikning fyrir árið 2011 eru stærstu eigendur félagsins nú, auk Margrétar Ásgeirsdóttur, Stekkur fjárfestingafélag ehf. með 34,34% hlut, Auður l fagfjárfestasjóður með 19,08% hlut og þrír aðrir minni fjárfestar með samtals 12,24% hlut.

Ársreikningurinn sýnir að hagnaður af rekstri Securitas árið 2011 nam rúmum 113,8 milljónum króna. Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir samstæðunnar 1.735 milljónum króna í árslok. Eigið fé nam 664 milljónum króna og eiginfjárhlutfall samstæðunnar í árslok 2011 var 38,3%.

Fjallað er um breytingarnar á Securitas í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaði morgundagsins er:

  • Íslensk erfðagreining bókar milljarð í tap
  • Ráðgjafafyrirtæki bjóða upp á starfsmannastjóra til leigu
  • Fjárlagahallinn stefnir í 32 milljarða króna
  • Margir nýir forstjórar hafa tekið við í stórum fyrirtækjum
  • Kíktum á Listasýningu á lögmannsstofu
  • Berjasumarið var ekki allsstaðar jafn gott
  • Þrír eru helst nefndir sem næsti seðlabankastjóri Bandaríkjanna
  • Fréttaskýring um baráttuna um Eik
  • Kíkjum á fyrirlestur um kommúnisma
  • Segjum frá stórum samningi sem Verne og Advania hafa gert
  • Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður OR, í ítarlegu viðtali
  • Veltum fyrir okkur hvort innistæða sé fyrir launahækkunum
  • Kinwins leggur upp laupana
  • Eigendur Hótel Sögu skoða hvort breyta eigi skrifstofum í herbergi
  • Nærmynd af Pálma Guðmundssyni, forstöðumanni ljósvakasviðs Skjás eins
  • Óðinn skrifar um opið Ísland
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem skrifar um réttmætar væntingar Sigríðar Rutar
  • Myndasíður, pistlar og margt, margt fleira.