Í kringum framleiðslu á þáttum Latabæjar er í dag umfangsmikill rekstur. Alls eru fimm félög skráð til heimilis að Miðhrauni 4 í Garðabæ, þar sem þættirnir eru teknir upp.

Í fyrsta lagi er um að ræða móðurfélagið, Latibær ehf., sem stofnað var árið 1996. Í lok árs 2010 áttu þau Magnús og Ragnheiður saman um 46% í félaginu.

Latibær ehf. á síðan þrjú dótturfélög; Latibær skemmtanir, 380°Studios (áður Latibær TV2) og Lazytown extra. Þá er LazyTown Production 2012 einnig til húsa í Miðhrauni en félagið var stofnað í nóvember sl. Ekkert félaganna hefur skilað ársreikningi fyrir árið 2011.

Þá er eignarhaldsfélagið Turner Broadcasting System Iceland einnig þar til húsa. Michael Carrington, forstjóri Turner í Evrópu, er stjórnarformaður félagsins.

Nánar er fjallað um Latabæ og fjármálahlið Magnúsar Scheving, stofnanda Latabæjar, í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.