Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs bankamanna hefur ekki heimild til fjárfestinga fyrir sjóðinn, reglur um upplýsingagjöf framkvæmdastjóra til stjórnar eru ekki fyrir hendi og skjölun er ábótavant, að mati Fjármálaeftirlitsins, sem í dag gerir athugasemdir við fjárfestingum og fjárfestingarákvörðunum hjá Lífeyrissjóði bankamanna.

Athugasemdirnar eru í nokkrum liðum. Auk þeirra sem nefnd eru hér að ofan er gerð athugasemd við að lífeyrissjóðurinn hafi hvorki farið eftir eigin starfsreglum né ákvæðum um hæfi stjórnarmanna í lífeyrissjóðalögum og stjórnsýslulögum á árunum 2007 til 2011. Í nokkrum tilvikum mun stjórnarmaður lífeyrissjóðsins hafa setið fundi þar sem tekið var fyrir mál tengt fyrirtæki þar sem hann starfði sem framkvæmdastjóri.

Fjármálaeftirlitið óskaði í kjölfar athugunar á sjóðnum að stjórn hans feli innri endurskoðanda sínum að gera sérstaka grein fyrir því hvort gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana vegna athugasemda og ábendinga sem vikið var að. Sjóðurinn hefur fram til 18. febrúar næstkomandi til þess að senda Fjármálaeftirlitinu greinargerð um málið.

Athugasemdir FME