*

miðvikudagur, 19. júní 2019
Fólk 12. október 2017 11:25

María Björk ráðinn til Seltjarnarness

Seltjarnarnesbær hefur ráðið Maríu Björk Óskarsdóttur sem sviðsstjóra menningar- og samskipta.

Ritstjórn

María Björk Óskarsdóttir hefur verið ráðin í starf sviðsstjóra menningar- og samskipta hjá Seltjarnarnesbæ. María Björk lauk Cand.Oecon prófi frá Háskóla Íslands auk þess að ljúka námi í ACC Markþjálfun og PMD stjórnendanámi frá Háskólanum í Reykjavík.

María Björk starfaði í 12 ár á auglýsingastofu sem markaðsstjóri og ráðgjafi og í 5 ár hjá Landsbankanum sem sérfræðingur á markaðssviði og sem framkvæmdastjóri sérverkefna.

Sviðsstjóri menningar- og samskiptasviðs ber ábyrgð á rekstrarlegum og stjórnunarlegum þáttum sviðsins. Hann hefur yfirumsjón með stefnumótunarvinnu og markmiðasetningu auk markaðs- og kynningarmála og skipulagningu viðburða á vegum bæjarins.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is