María Hrund Marinósdóttir var kjörinn formaður ÍMARK á aðalfundi félagsins sem fór fram í dag, 25. maí. María hefur starfað sem markaðsstjóri VÍS frá því um lok árs 2007 en hún hefur setið í stjórn samtakanna í þrjú ár.

Fráfarandi formaður er dr. Friðrik Larsen sem hefur gegnt formennskunni í þrjú ár, en þar áður sat hann í stjórn í tvö ár.

Ólafur Örn Nielsen fer auk Friðriks úr stjórninni, en inní hana koma þeir Einar Benedikt Sigurðsson framkvæmdastjóri Tjarnargötunnar og Hreiðar Þór Jónsson forstöðumaður á markaðssviði hjá Vífilfelli.

Fyrir starfsárið 2016-2017 mun því stjórn ÍMARK vera skipuð af eftirtöldum aðilum:

  • María Hrund Marinósdóttir, formaður ÍMARK og markaðsstjóri VÍS
  • Ásta Pétursdóttir, framkvæmdastjóri ÍMARK
  • Kristján Schram, markaðsráðgjafi hjá Íslensku auglýsingastofunni
  • Guðjón Guðmundsson, meðeigandi og ráðgjafi hjá Manhattan Marketing
  • Ágústa Hrund Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Sendiráðsins
  • Hólmfríður Einarsdóttir, markaðsstjóri Íslandsbanka
  • Hreiðar Þór Jónsson, forstöðumaður á markaðssviði Vífilfells
  • Einar Benedikt Sigurðsson, framkvæmdastjóri Tjarnargötunnar