*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Fólk 14. febrúar 2018 17:45

María leiðir áfram M-listann í Garðabæ

Bæjarfulltrúi M-lista Fólksins í Garðabæ verður oddviti Miðflokksins, sem notaði listabókstafinn M í síðustu kosningum.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Miðflokkurinn mun bjóða fram til bæjarstjórnar í Garðabæ í sveitarstjórnarkosningum vorið 2018 og mun María Grétarsdóttir bæjarfulltrúi leiða listann. María, sem kjörinn var í bæjarstjórin fyrir M-lista Fólksins,  er fædd 1964 og er viðskiptafræðingur að mennt með meistarapróf í stjórnun og stefnumótun. 

Í fréttatilkynningu segir að María sé gjörkunnug bæjarstjórnarmálum en hún hefur starfað sem bæjarfulltrúi í Garðabæ á kjörtímabilinu sem er að líða og sem varabæjarfulltrúi árin 1998-2006.

Á starfstíma sínum hefur María m.a. verið formaður fjölskylduráðs og barnaverndarnefndar Garðabæjar og formaður leikskólanefndar bæjarins auk þess að eiga sæti í íþrótta- og tómstundaráði Garðabæjar. 

Auglýsa eftir frambjóðendum

Undirbúningur Miðflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018 er nú í fullum gangi og þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í að móta samfélagið í Garðabæ á næsta kjörtímabili er bent á að senda má framboðstilkynningar eða fyrirspurnir á póstfangið gardabaer@midflokkurinn.is.

Tekið er á móti óskum um framboð til miðnættis þann 26. febrúar og í þeim skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram: Nafn, heimilisfang, starfsheiti, símanúmer, netfang og það sæti sem óskað er eftir. Listi Miðflokksins í Garðabæ verður kynntur fyrir 15. mars n.k.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is