Þær María Krista Hreiðarsdóttir og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir hafa hlotið tilnefningu til Gourmand-verðlaunanna. Þær skrifuðu báðar bækur um matreiðslu og bakstur á árinu. María Krista skrifaði bókina Brauð og eftirréttir Kristu og er hún tilnefnd í flokknum Bestu eftirrétta- og sætindabækur ársins. Eva Laufey er tilnefnd í flokknum Besti matarbloggari ársins.

Tilnefningar til Gourmand verðlaunanna voru tilkynntar 15. desember s.l. en verðlaunin eru meðal þeirra virtustu í heiminum á sviði matar- og vínbóka, að því er segir í tilkynningu. Alls eru jafnaði sendar inn bækur frá yfir 150 löndum í keppnina og því um harða samkeppni að ræða. Keppnin fer þannig fram að bækur eru tilnefndar til hinna ýmsu flokka en jafnframt er valinn sigurvegari hvers lands fyrir sig sem keppir um aðalverðlaunin.