*

fimmtudagur, 15. apríl 2021
Fólk 24. febrúar 2021 11:25

Maria ráðin framkvæmdastjóri EpiEndo

EpiEndo Pharmaceuticals hefur ráðið Mariu Bech sem framkvæmdastjóra en hún hefur gegnt stöðu þróunarstjóra þess frá árinu 2019.

Ritstjórn
María Bech, nýráðin framkvæmdastjóri EpiEndo
Aðsend mynd

Stjórn EpiEndo Pharmaceuticals hefur ráðið Mariu Bech í stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Húnhefur yfir 25 ára reynslu í stjórnendastöðu í lyfjaþróun.

Maria hefur verið í stöðu þróunarstjóra hjá EpiEndo síðan síðla árs 2019 og haft umsjón með klínískri þróunarstefnu félagsins og stýrt undirbúningi að fyrstu klínísku rannsókn fyrirtækisins sem hefst í byrjun mars á þessu ári. Síðustu ár hefur Maria sinnt stöðu vísindastjóra hjá Smartfish AS og þar á undan var hún forstöðumaður klínískrar þróunar og aðal verkefnastjóri hjá Karo Bio AB. Auk þessu hefur hún yfir 13 ára reynslu af því að leiða klínískar rannsóknir og

„Ég er himinlifandi yfir því að taka að mér þetta hlutverk hjá EpiEndo og vinna með þessu reynslumikla teymi sem félagið hefur á að skip. Það eru spennandi tímar fram og það er mér mikill heiður að leiða félagið inn í fyrstu fasa klínískrar þróunar þess. Ég tel okkar hafi raunhæfa möguleika á breyta framgangi sjúkdóma eins og langvinnri lungnateppu og við hlökkum til að útvíkka nálgun okkar á þekjuheilbrigði og þróun þekjustyrkjandi lyfja út fyrir öndunarveginn,“ er haft eftir Mariu í fréttatilkynningu. 

EpiEndo Pharmaceuticals er klínískt lyfjaþróunarfyrirtæki sem er að þróa næstu kynslóð meðferðaúrræða til meðhöndlunar á viðvarandi bólgusjúkdómum með því að takast á við undirliggjandi orsök þeirra.

Prófessor Clive Page OBE, stjórnarformaður EpiEndo fagnar ráðningunni: „Ég er ánægður með að bjóða Maríu velkomna í þetta nýja hlutverk sem framkvæmdastjóri. Ég vil einnig nýta tækifærið og þakka Fredrik fyrir ómetanlega starf við uppbyggingu félagsins síðustu ár og að hafa leitt það á klínískt stig í desember síðast liðnum. Við hlökkum til að vinna náið með Mariu, sem hefur mikla reynslu af stjórnun innan stórra lyfjaþróunarfyrirtækja sem og hávaxtar líftæknifyrirtækja, og djúp þekking Mariu á klínískri þróun mun verða mikill akkur fyrir EpiEndo þegar þróun okkar færist á klínískt stig.“