Mariam Laperashvili hefur verið ráðin til Tulipop sem Sölu- og markaðsstjóri og mun leiða þá starfsemi hjáfélaginu. Mariam kemur frá framleiðslufyrirtækinu Sagafilm þar sem hún hefur starfað sem markaðsstjóri frá 2016. Greint er frá þessu í fréttatilkynningu.

Þá segir jafnframt í tilkynningunni að hönnunarfyrirtækið Tulipop hafi skapað heillandi ævintýraheim sem hafi hlotið mikilla vinsælda bæði á Íslandi og erlendis, en til dagsins í dag hafi um 200 Tulipop vörur verið settar á markað, auk 20 þátta teiknimyndaseríusem nýtur vinsælda á YouTube auk þess að vera sýnd í sjónvarpi.

Mariam mun meðal annars stýra þátttöku Tulipop í fjölda sýninga erlendis á árinu og var hennar fyrsta verkefni að sjá um þátttöku vörumerkisins á WonderCon sýningunni í Kaliforníu í apríl síðastliðnum.

Mariam hefur komið víða við í störfum sínum við sölu og markaðsstjórn. Hún starfaði m.a. um skeið sem markaðsstjóri hjá Work America í Washington D.C, vann að markaðsrannsóknum fyrir National Geographic í Washington D.C, og markaðsstjóri hjá Sagafilm á Íslandi síðastliðin 3 ár, en þar stýrði hún markaðssetningu á framleiddu efni, bæði hér á landi og erlendis.

Mariam er viðskiptafræðingur að mennt en hún hefur lokið B.Sc.námi frá Háskóla Íslands en stundaði einnig nám í George Washington háskóla þar sem hún sérhæfði sig í markaðsfræði.

„Við erum spennt að hafa fengið Mariamtil liðs við okkur til að sinna vaxandi áhuga alþjóðlegra kaupenda og leiða þá uppbyggingu innan félagsins," er haft eftir Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra og annar stofnenda Tulipop í tilkynningunni.