Maríanna Jónasdóttir hefur ákveðið að draga til baka framboð sitt til stjórnar VÍS. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Þar segir að Maríanna hafi greint félaginu frá þessu með tilkynningu. Í henni komi fram að ákvörðunin sé tekin í kjölfar umræðu sem framboð hennar hafi skapað og að höfuðmáli skipti fyrir haf hvers fyrirtækis að trúverðugleiki ríki um stjórn þess.

Samkvæmt samþykktum félagsins sitja fimm í stjórn þess, en þeir frambjóðendur sem eftir standa eru fimm talsins. Verða þeir því sjálfkjörnir í stjórnina. Frambjóðendurnir eru: Ásta Dís Óladóttir, Bjarni Brynjólfsson, Guðrún Þorgeirsdóttir, Helga Jónsdóttir og Steinar Þór Guðgeirsson.

Þá verður einnig sjálfkjörið í varastjórn félagsins, en þar eru í framboði þau Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir og Davíð Harðarson.