Skatttekjur Coloradoríki í Bandaríkjunum vegna sölu maríjúana í janúar námu tveimur milljónum bandaríkjadala eða um 225 milljónum íslenskra króna í janúar. BBC greinir frá þessu.

Colorado var fyrsta ríkið innan Bandaríkjanna sem heimilar sölu á maríjúana. Verslanir hófu sölu á því þann 1. Janúar.

Í heild greiddu 59 maríjúanaframleiðendur skatti í ríkissjóð í janúar og er talið að salan í heild hafi numið 14 milljónum dala. Ef sala á maríjuana til lækninga er talið með fékk Coloradoríki 3,5 milljónir í skatt.

Skattféð er eyrnarmerkt ýmsum æskulýðsverkefnum, forvörnum vegna ofneyslu fíkniefna og lýðheilsuverkefna.